Íslenska

Námskeiðslýsing hér að neðan,

Um fyrirtækið

Betri árangur ehf, er fyrirtæki sem býður upp á alls kyns námskeið en hefur þó einkum lagt áherslu á íslensku fyrir útlendinga.

Inga Karlsdóttir annast kennslu fyrir útlendinga en hún er með Ba í íslensku og MA í fullorðinsfræðslu frá HÍ auk eininga í doktorsnámi með áherslu á íslenskunám þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.

Betri árangur leggur, í hvívetna, mikla áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð og persónulega þjónustu. Einkunnarorð skólans eru: Gæði, gagn og gleði.

Námskeið

Lengd hvers námskeiðs er misjöfn en algengast er að nemendur stundi 60
kennslustunda löng námskeið. Kennslan fer fram á Suðurlandsbraut 6.

Í skólanum er boðið upp á ýmiss þyngdarstig og fer hér á eftir lýsing á innihaldi hvers
námskeiðis:

Íslenska fyrir byrjendur
Áhersla er lögð á undirstöðuatriði í málfræði og orðaforða. Lesnir eru léttir textar og
nemendur þjálfaðir markvisst í talimáli. Lagt er kapp á að nemendur tileinki sér þann
orðaforða sem geti gert þá eins sjálfbjarga og mögulegt er í daglegu lífi sínu á Íslandi.
Í námsefnið fléttast einnig kynning á landi og þjóð.

Íslenska, byrjendur II
Sjálfstætt framahald af íslensku I. Haldið er áfram að þjálfa talmál og
undirstöðuatriði í málfræði. Nemendur fá sérstök talþjálfunarverkefni og inn í
námsefnið fléttast áfram kynning á landi og þjóð, hefðum og siðum. Lagt er kapp á að
nemendur tileinki sér þann orðaforða sem geti gert þá eins sjálfbjarga og mögulegt er
í daglegu lífi sínu á Íslandi.

Íslenska III
Sjálfstætt framhald af íslensku II. Haldið er áfram að æfa talmál og farið er í flóknari
málfræðiatriði. Ritun á texta er þjálfuð með því að nemendur skrifa ýmsar kynningar
og fá raunhæf verkefni. Lesnir eru þyngri textar og lögð fyrir verkefni sem snúa að því
sem er að gerast í þjóðfélaginu á hverjum tíma.

Íslenska IV
Sjálfstætt framhald af íslensku III
Mikil áhersla er lögð á málfræði og talæfingar sem byggjast á málfærðiverkefnum.
Ritun er þjálfuð með raunhæfum verkefnum og lagt er kapp á að nemendur séu
meðvitaðir um það sem á sér stað í þjóðlífsumræðunni og geti tjáð sig um það.

Sérhæfð námskeið
Einnig er boðið upp á sérstök ritunarnámskeið, bókmenntanámskeið, talnámskeið
eða fyrirtækja miðuð námskeið þar sem áhersla er lögð á sérstakt málsnið.
Síðastnefnda námskeiðið hentar vel þeim sem, t.d. starfa í heilbrigðisgeiranum eða á
öðrum sviðum og þurfa að tileinka sér annan orðaforða en þann sem notaður er í
daglegu lífi.

Foreldrar og börn
Oft er það svo að foreldrar eiga ekki heimangengt í nám vegna ungra barna sinna.
Betri árangur býður upp á námskeið fyrir foreldra með börn.

Námskeið fyrir þá sem ekki eru vel læsir á vestrænt letur.
Betri árangur býður þeim sem ekki eru vel læsir á vestrænt letur sérstök námskeið þar
sem lestur og tal er þjálfað á þeim hraða sem hentar hópnum. Mjög erfitt er fyrir þá
sem ekki eru sterkir í lestri að sækja almenn námskeið og því býðst þessi valkostur.

Fjarnám
Betri árangur býður upp á námskeið með hjálp tölvutækni á öllum þeim stigum sem
kennd eru í staðbundu námi.

Einkatímar
Boðið er upp á einkatíma og getur tímasetning þeirra verið sveigjanleg, eftir óskum
viðkomandi.

Íslenska fyrir Íslendinga (sem t.d. hafa verið búsettir erlendis)
Einnig er boðið upp á aðstoð í íslensku fyrir íslenska námsmenn á grunn- og
framhaldsskólastigi.

Réttritun fyrir Íslendinga (sem t.d. hafa verið búsettir erlendis)
Farið er í helstu réttritunarreglur og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra með því að
vinna verkefni.

%d bloggers like this: